Lundey SK ekki sá eini á netum

Í gær var skrifuð frétt hérna á aflafrettir þess efnis um að gömlu Dögg SU hafi verið breytt í netabát


og hafi fengið nafnið Lundey SK og þar var skrifað að báturinn væri fyrsti cleopatra 38 báturinn sem væri að fara á netin,+

Sú lína vakti ansi mikla athygli og komu margar ábendingar um að það væri reyndar ekki rétt.

Þannig að ég fór og skoðaði málið.

Jú það eru fleiri bátar sem hafa stundað netaveiðar sem eru af þessari tegund cleopatra 38 bátar, enn þeir eru afarfáirþ

lítum á bátanna.

2655.  Björn EA hefur getið sér gott orð á netum núna í ár og í fyrra, enn báturinn var smíðaður árið 2005 og byrjaði fyrst 

á grásleppunetum árið 2011.  Anars var báturinn að mestu á línuveiðum alveg fram til í sirka nóvember árið 2016 að báturinn 

fór alfarið á netin og hefur síðan verið á netaveiðum.   Björn EA er óyfirbyggður.


Björn EA mynd Gyða Hennings

2736.  Sæli BA sem áður hét Sigrún Hrönn ÞH.  þessi bátur hóf veiðar árið 2007 og var alltaf á línu og fór í raun aldrei á net eins og þorsk og ufsa

enn hann var á grásleppu 2010 til 2013.

Sigrún Hrönn ÞH mynd Hafþór Hreiðarsson


Nanna Ósk II ÞH, Þessi bátur hóf veiðar árið 2010, og byrjaði fyrst á grásleppunetum, og var yfir vertíðina á netum frá Raufarhöfn 

enn auk þess á línu og færum, frá og með árið 2017 þá hefur báturinn að mestu verið alfarið á netaveiðum.

Nanna Ósk II ÞH Mynd Hörður :


Þessir þrír bátar eru allir Cleopatra 38 bátar, og reyndar ef Sigrún Hrönn ÞH er tekinn í burtu því hún stundaði aðeins grásleppuveiðar

þá eru hinir bátarnir óyfirbyggðir, og því er lundey SK fyrsti cleopatra 38 báturinn sem er yfirbyggður sem mun fara á netaveiðar.


Lundey SK mynd Gísli reynisson