Bátur nr.663. Hlíf GK árið 2001

ætla aðeins að leika mér og fara aftur í tímann og ekki reyndar langt.  bara til ársins 2001 og ætla að leika mér að skipaskrárnúmerunum ,

þótt að þetta séu ekki nema 17 ár aftur í tímann þá hefur mikið breyst á þessum árum ,

margir bátar hafa horfið af sjónarsviðinu

Þessi bátur er númer 72 sem ég skrifa um

Hérna kemur einn lítill bátur og má segja að þetta sé smábátur númer 2 sem ég skrifa um í þessum pistlum mínum.  og það sem er merkilegt við það 

að fyrri báturinn var Þórarinn GK og var frá Grindavík og þessi bátur var númer  663 og hét árið 2001.  Hlíf GK 250

Var  þessi bátur nokkuð lengi í Grindavík en hann var ekki stór, einungis 9,9 tonn.

 ÁRið 2001
Hlíf GK stundaði línuveiðar allt árið 2001 og réri reyndar ekki marga róðra
Yfir árið 2001

þá voru það 21 róðrar og var heildarársaflinn hjá Hlíf GK 10,7 tonn.  
Janúar var besti mánuðurinn enn þá landaði báturinn 3,8 tonnum í 7 róðrum ,

stærsti róðurinn árið 2001 var 1,2 tonn 


Hlíf GK mynd Emil Páll